Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Mótmæli gegn útlendingaandúð og broti á réttindum verkafólks

Við viljum hvetja öll til að mæta á mótmæli gegn kerfisbundinni andúð og vanrækslu á verkafólki af erlendum uppruna.
Fimmtudaginn 25. júní kviknaði í húsi á Bræðraborgarstíg sem endaði með því að þrír einstaklingar létu lífið. Yfirvöld hafa vitað síðan 2015 að brunavarnir í húsinu væru engar og að mikill myglusveppur væri í húsinu. ( https://stundin.is/f…/ohaefur-mannabustadur-i-vesturbaenum/… )

5 árum síðan hefur ekkert verið aðhafst og húsið brann með þessum hræðilegu afleiðingum. Áherslan hefur nefnilega legið annars staðar síðustu mánuði: Peningar hafa verið settir í að auka landamæraeftirlit og lögreglan hefur þó verið upptekin við að útskýra hvernig best sé að stunda svokallað „racial profiling“, finna fölsuð vegabréf og handataka erlenda verkamenn sem eru hugsanlega ekki með rétta pappíra. Á sama tíma virðast eigendur fyrirtækja (starfsmannaleiga sérstaklega), sem arðræna erlent verkafólk og nýtir sér viðkvæma stöðu þeirra til að þvinga þau í að gangast við óbjóðanlegum lifnaðaraðstæðum, aldrei þurfa að gjalda neins. Þau þurfa kannski að skipta um kennitölu og nafn á fyrirtækið. Annars fá þau Þau fá klapp á bakið fyrir að ýta undir hagvöxt.

Hið endalausa kapítalíska hlaup á eftir hagvexti styður hvorki við nér skapar lífvænlegar aðstæður fyrir stærstan hluta jarðarbúa; hvort sem það eru menn, önnur dýr eða plöntur.

Mætum í samstöðu gegn útlendingaandúð og kerfisbundinni mismunun. Í samstöðu gegn kerfi sem kemur fram við lifandi verur á sama hátt og við ættum að koma fram við peninga: sem ekkert nema ómerkileg pappírssnifsi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *