Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Staða leigu í Andrými

ATH þessi pistill var skrifaður og birtur 11. maí 2020.

Kæru vinir og stuðningsaðilar Andrýmis,

Líkt og mörg ykkar hefur Andrými átt erfitt með að borga leigu vegna þeirra samkomubanna og annarra takmarkana sem sett hafa verið á í kringum COVID-19 faraldurinn.

Rýmið er algjörlega háð frjálsum framlögum einstaklinga þegar kemur að því að borga leigu. Fjöldi netframlaga (í gegnum einkabanka) hefur fækkað úr 41 niður 22 frá því í Mars 2020, sem þýðir að í Mars fengum við um 107.00 kr í frjáls framlög (þá er talið með frjáls framlög fyrir fjáröflunarviðburði sem haldnir voru), en í Apríl kom einungis 67.000 kr inn og enn minna nú í Maí. Mikið tap hlýst af því að geta ekki haldið neina fjáröflunarviðburði í rýminu. Þar sem við trúum því að félagsmiðstöðvar og -rými séu grundvallaratriði í öllum samfélögum og að fólk hætti ekki að vera þurfandi þegar yfirvöld skipa lokanir ýmissa félagsþjónustu, höfum við reynt að gera Andrými eins aðgengilegt og mögulegt er innan þess ramma sem takmarkanir setja okkur. Sem dæmi má nefna hinn nýja “ókeypis matarmarkað” sem hefur tekist mjög vel.

Við höfðum samband við leigusala okkar, Reykjavíkurborg, til að biðja um að leigugjöld (100.000 kr á mánuði) þessa mánuði yrðu lögð niður, þar sem fjáröflun gengur afar örðuglega. Borgin neitaði beiðni okkar og sagði eina möguleikann að fresta greiðslunum um nokkra mánuði, líklega frá Mars til loka Júní, en það er það sama og borgin býður fyrirtækjum sem leigja húsnæði af þeim. Borgin hefur ekki enn svarað ítrekuðum fyrirspurnum okkar varðandi sérstök úrræði fyrir félagsrými og félagasamtök sem berjast nú við að ná endum saman og gerum við því ráð fyrir því að borgin hafi ekki áætlað nein slík úrræði.

Andrými og félagasamtökin sem þar starfa eru ekki gróðamiðuð fyrirtæki. Starfið er einungis rekið af sjálfboðaliðum og leiga og önnur húsnæðistengd útgjöld eru borguð með frjálsum framlögum einstaklinga. Á sama tíma útvegar Andrými mikilvæga samfélagsþjónustu og aðstöðu sem er ekki er hægt að fá á neinum öðrum stað í Reykjavík endurgjaldslaust: viðar- og hjólaverkstæði, femínískar sjálfsvarnar æfingar, ókeypis rými til að halda fundi og viðburði, bókasafn, prentara, þvottavél, eldhús með ofni, internet, garð, o.s.frv. Mest af stuðningsfólki rýmisins eru láglaunafólk á við nemendur, innflytjendur og annað fólk í viðkvæmri stöðu sem hafa sjálf orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum af núverandi atvinnuleysiskreppu.

Þessa upplýsingar verða uppfærðar ef eitthvað breytist. Rétt er að minnast á að ef að við þyrftum ekki að borga leigu til Reykjavíkurborgar, 1.200.000 kr. á ári, væri hægt að setja meirihluta framlaga í að gera rýmið aðgengilegt hjólastólum, sem og í almennt betra viðhald á húsinu sjálfu og þá aðstöðu sem þar er í boði.

Við þökkum kærlega fyrir allan stuðning sem þið hafið sýnt Andrými í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að vinna saman að skárri stað,

Ef þið viljið leggja inn á Andrými:
kt. 421216-0100
reikningsnúmer. 0133-26-012275

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *