Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Kæru vinir og félagar,

Kæru vinir og félagar,
Nú er mars senn á enda og vorið (vonandi) að renna í hlað. Síðustu mánuðir hafa verið fjárhagslega þungir fyrir andrými vegna misskilnings við borgina sem að leiddi til þess að við höfum þurft að borga tvöfalda leigu síðustu mánuði og þurfum að gera áfram fram yfir sumar.
Þrátt fyrir að halda fleiri viðburði en áður dugar það ekki fyrir mismuninum og við höfum þurft að taka af sparnaði, en baukurinn er fljótur að tæmast. Ef að við náum ekki að hækka mánaðrlega innkomu neyðumst við til að loka andrými eftir tvo mánuði. Það viljum við alls ekki gera og því verðum við enn og aftur að leita til ykkar til að halda rýminu opnu.
Til að takast það þurfum við um 70 manns í viðbót sem geta gefið 2500 kr mánaðrlega. Það tekur bara 5-10 mínútur að setja það upp í heimabankanum ykkar.
Kt. 421216-0100
Reikningsnúmer: 0133-26-012275
Nýlega tók hópur sig saman í andrými og skipulagði tombólu til að skapa hvata fyrir fólk að setja upp mánarlegar millifærslur. Sendið okkur línu hér, á instagram eða á tölvupóst (andrymi@andrymi.org)
Andrými er einungis rekið á frjálsum framlögum frá fólki í nærsamfélaginu sem mæta á viðburði, frá grasrótarhópum sem skipuleggja í rýminu og frá einstaklingum sem finnst mikilvægt að anarkískt, sjálf-skipulagt, róttækt félagsrými sé til staðar í Reykjavík. 
Takk fyrir samstöðuna,
andrými

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *