Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Anarkískt og and-ríkissinnað tengslanet útvarpa, Júní-þáttur

Hópur anarkista sem er virkur í skipulagningu Andrýmis hefur beðið um að fá að birta frétt þegar þverþjóðlegt anarkista útvarp gefur út nýja mánaðrlega þætti sem kallast „Bad News: Angry Voices From Around The World.“ Verkefnið sjálft kallast A-radio Network og lýsir sér á eftirfarandi hátt:

„Hið fjöltyngda tengslanet anarkista og and-ríkissinnaðra útvarpa (þættir, hlaðvörp, o.fl.) var sett á laggirnar í þeim tilgangi að efla sambönd á milli mismunandi hópa sem vinna í því að framleiða hljóðefni með frjálslynt innihaldi (e. libertarian content).  Tengslanetið færir til borðsins raunverulega leið til þess að skiptast á útvarpsefni og til þess að stofna vettvang fyrir anarkísk og and-ríkissinnuð útvörp þar sem hægt er að leita að fréttum, greiningum og athugasemdum um mikilvæg málefni víðvegar af hnettinu. Efnið er framleitt af kollektívum, hópum eða einstaklingum sem deila and-ríkissinnaðri eða anarkískri hugmyndafræði hvað varðar skipulagningu.

Hugmyndin miðar ekki endilega að því að búa til nýtt útvarpsefni, heldur frekar að því að gera efnið sem við erum nú þegar að skapa aðgengilegra. Tengslanet A-útvarpanna varð til í gegnum sameiginlegan feril (e. collective process) á milli félaga, sem er verulega annt um  frjálslynt útvarpsefni  og sem hafa safnað slíku efni saman á alþjóðlegum fundum anarkista og and-ríkissinna, með það að markmiði að skiptast á hugmyndum, aðferðum eða efni og til þess að samræma sameiginlega baráttu okkar fyrir sjálfstæðari fjölmiðlum.“

Hér er hægt að nálgast þátt númer 35 sem gefinn var út í júní 2020.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

*

code