Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

hvernig er hægt að halda viðburð í Andrými?

Byrjaðu á að leita að lausum tíma á dagatalinu okkar!

Vinsamlegast hafið í huga að ekki er ætlast til þess að Opna húsið komi í veg fyrir að hægt sé að halda aðra viðburði á sama tíma.  Stundum er hægt að halda fleiri en einn viðburð samtímis, en einnig er hægt að fella niður Opna húsið á tilteknum degi ef nauðsyn krefur.

Lestu yfir skilyrðin og viðmiðin hér fyrir neðan.

Sendu okkur upplýsingar hér. 

Viðmið og skilyrði:
Það eru þrjú skilyrði fyrir viðburði sem eiga sér stað í andrými. Þeir sem óska eftir því að nota rýmið verða að samþykkja þessi skilyrði:
*Viðburðurinn má ekki tengjast stjórnmálaflokkum á neinn hátt.
*Skipuleggjendur verða að útskýra hvernig þau gera ráð fyrir eins jöfnu aðgengi og mögulegt er.
*Skipuleggjendur verða að lesa og samþykkja samstöðu yfirlýsingu andrýmis.
Aul þess eru sex viðmið. Viðburðir í andrými verða að uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi viðmiða og ekki ganga gegn neinu þeirra:

  1. Valdefling jaðarsettra og kúgaðra hópa (t.d. flóttafólks, kvenna, innflytjenda, hinsegin og kynsegin aðila, …)
  2. Stuðningur við náttúruna og önnur vistkerfi.
  3. Barátta gegn því ofbeldi sem felst í kapítalísku efnahagskerfi.
  4. Hvatning til þátttöku í sameiginlegri ákvarðanatöku varðandi stjórnmál, nærsamfélagið og hagkerfið.
  5. Gagnkvæm hjálp (t.d. skiptimarkaðir, opin eldhús, fræðsla, …)
  6. Samstaða

Gátlisti fyrir skipuleggjendur
Lesið yfir listann hér að neðan áður en þið notið rýmið. Við berum sameiginlega ábyrgð á andrými og þurfum að sjá um í sameiningu að allt gangi vel fyrir sig. Hafið samband við einhvern úr kollektívinu ef þið eruð ekki viss um hvað eigi að gera.

  • Fara úr skónum innanhúss
  • Vaska upp, þurrka og ganga frá öllu sem er notað í eldhúsinu. Þurrka af borðum.
  • Ekki skilja eftir mat á borðum yfir nótt þar sem hann skemmist auðveldlega. Takið hann frekar með heim eða setjið í ískápinn.
  • Athuguð hvort þurfi að fara út með ruslið. Tunnur fyrir almennt rusl og endurvinnanlegt eru fyrir utan húsið.
  • Skiljið stóla, sófa og borð í fundarherbergjum eftir eins og þið komuð að þeim.
  • Ryksuga eða sópa gólfið í fundarherbergjum (Ryksugan er í baðherberginu í kjallaranum)
  • Þrífa klósettið ef þess er þörf. Vertu viss um að það sé enn salernispappír fyrir næsta hóp, salernispappír er að finna í skápnum í baðherberginu í kjallaranum.
  • Slökkvið ljós, lokið gluggum og verið viss um að dyrnar séu læstar þegar þið yfirgefið rýmið.
  • Sendið tölvupóst eða hafið samband við kollektívið ef eitthvað brotnar, virkar ekki eða þarfnast nánari athugunar (andrymi@riseup.net).

Listi yfir hluti sem hægt er að nota í rýminu

  • Andófsherbergi: Stærsta herbergið með stólum fyrir 30 manns og er á fyrstu hæð.
  • Skipulagsherbergi: Stórt borð og stólar fyrir 10 manns og er á annari hæð.
  • Kósýherbergi: sófar fyrir 8 manns og er á annari hæðð sttnar, virkar ekki eða þarfnast ni flata stafræð.
  • Bókasafn. Í andrými er andspyrna, anarkískt bókasafn. Þar eru hundruðir bóka og zine sem hægt er að fá í láni.
  • Eldhús: ofn, helluborð, ískápur, pottar og pönnur, áhöld, bollar, glös, diskar fyrir 50 manns, kaffivél, ketill og teketill.
  • Barnaherbergi með leikföngum
  • Tvö kynlaus klósett, annað í kjallara og hitt á efri hæð hússins.
  • Stór garður með leiktækjum fyrir börn.
  • Verkstæði í kjallara (hafið samband við vinnuhóp verkstæðisins varðandi not á verkfærum)
  • Skjávarpi og skjár
  • Prentari
  • Pennar og málning til þess að útbúa borða og skilti.
  • Frítt net
  • Búnaður fyrir þrif.
  • Slökkvitæki
  • Grænir sjúkrakassar, einn á hverri hæð.

Rýmið er nógu stórt til þess að nokkrir viðburðir séu í gangi samtímis. Látið okkur vita hér fyrir neðan ef þið óskið eftir því að viðburðurinn sé ekki auglýstur eða lokaður. Það er einnig hægt að taka allt húsið frá fyrir stóra eða lokaða viðburði. Látið okkur einnig vita ef viðburðurinn verður hávær eða gæti að einhverju leiti verið truflandi fyrir aðra í húsinu og við skipuleggjum eftir því.

We do not host any event for political parties.
This might include available seating, interpretation, childcare, food or input minimization. Our accessibility policy can be found here: https://andrymi.org/accessibility/
please check availabity on andrymi.org/calendar
Please enter your email, so we can follow up with you.