Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Hópfjármögnun fyrir Samstöðumálinu

Texti tekinn úr tilkynningu af www.adstandaupp.com

Máli Jórunnar og Ragnheiðar lauk í Landsrétti í nóvember 2020, eftir meira en fjögurra ára óvissu. Það hefur tekið okkur nokkra mánuði að ná áttum eftir úrskurðinn og safna kröftum til að taka næstu skref. […]

Þegar dómskerfið er jafn hægt og lögfræðiaðstoð jafn dýr og raun ber vitni, þá munu ákærur alltaf vera refsingar í sjálfu sér, hvort sem þær enda í sýknu eða ekki. Þegar skilorði Jórunnar og Ragnheiðar lýkur árið 2022, þá verða meira en sex ár liðin frá mótmælunum — og þær munu hafa verið á skilorði í þrjú og hálft ár. Þá eru ótaldar þær rúmlega tvær milljónir sem þær þurfa að borga lögfræðingum.

Það er einnig sláandi að dómstólarnir líti ekki til málalykta flóttamannsins sem þetta snerist jú allt um. Það gefur augaleið að bæði meðferðin á honum og á fólkinu sem mótmælti í hans þágu var refsing af þessari sömu gerð: bið, óvissa, lagaflækjur og lögregluvald.

Fólkið sem framkvæmir svona óformlega refsingu, hinir margfrægu andlitslausu bjúrókratar, gjalda einskis fyrir sín mistök og misbresti.

Það er undir okkur komið að standa saman og leyfa þessari refsingu ekki að vera þyngri en raun er með því að standa þétt við bakið á Ragnheiði og Jórunni. Enn vantar rúm 300.000 þúsund krónur í samstöðusjóðinn fyrir þær.

Nú hefur verið sett af stað hópfjármögnun til að geta greitt málskostnað í málinu. Fjáröflunina má finna hér. (www.firefund.net/ragojor)

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *