Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

framtíðin

Undanfarið ár hefur Andrými vaxið upp úr hugmynd og orðið að raunverulegum stað sem fleiri hundruð hafa sótt heim. Eftir því sem heimsóknum fjölgaði, aukst þörfin á að vera í stærra og aðgengilegra rými. Í Nóvember 2017 flutti andrými til bráðabirgða á 2. hæð í Iðnó.Í Iðnó getur Andrými verið með fasta opnunartíma sem eru mannaðir af sjálfboðaliðum. Sérstök áhersla er lögð á að hvetja innflytjendur og flóttafólk til þátttöku.
Fjölmörg samtök á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á félagsrými af því tagi sem við viljum stofna. Þessir hópar eru ýmist áhugasamir um Andrými sem fundarstað, vilja veita fjárhagslegan stuðning, eða einfaldlega styðja hugmyndina um rými af þessu tagi í Reykjavík
Framtíð Andrými felst fyrst og fremst í húsnæði og því leitum við nú að langtíma húsnæði sem Andrými getur leigt frá og með febrúar 2018. Markmiðið með því að finna húsnæði fyrir Andrými til lengri tíma er annars vegar að viðhalda núverandi starfsemi með föstum opnunartímum og hins vegar að auka nærveru okkar, sýnileika og gagnsemi í samfélaginu enn frekar.
Við leitina að nýjum samastað fyrir Andrými höfum við vissar kröfur í huga. Rýmið þarf að vera stórt, staðsett miðsvæðis og nálægt stoppistöðvum almenningssamgangna. Rýmið þarf að vera aðgengilegt öllum einstaklingum óháð getu. Einnig þarf það að vera búið eldhús- eða kaffiaðstöðu sem hentar fyrir vikulega opna kvöldverði. Það væri gott ef rýmið biði upp á möguleikann á skrifstofuaðstöðu fyrir samtök sem nýta rýmið og/eða viðgerðavinnusmiðjur, tónlistaræfingarými og ýmislegt fleira.
Framtíð Andrýmis veltur á því að til sé þak yfir það og veggir utan um það. Staður þar sem Andrými getur skotið rótum og vaxað og dafnað ásamt fólkinu sem nýtir og viðheldur starfseminni innan þess.