Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Mótmæli og yfirlýsing starfsfólks Messans

Síðastliðinn Júní hafði starfsfólki Messans, veitingastaðar á Lækjargötu, ekki verið greidd laun í 4 mánuði. Messanum var lokað á meðan á samgöngubanni stóð þar sem reksturinn stóð ekki undir sér. Nú hefur staðurinn verið seldur, opnaður aftur og búið að ráða inn nýtt starfsfólk og það stendur ekki til að borga fyrrverandi starfsfólki sem hafði unnið án þess að fá borguð laun í heila fjóra mánuði.

Síðasta laugardag (4. júlí) söfnuðust fyrrum starfsfólk Messans saman fyrir utan veitingahúsið þegar það opnaði og héldu mótmæli. Mótmælin olli því að loka þufrti staðnum þetta kvöld.

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu starfsfólksins vegna mótmælanna:

Það eru nú komnir fjórir mánuðir síðan launin okkar, starfsfólk Messans, hefðu átt að vera greidd úr. Veitingastaðurinn hefur núna verið seldur nýjum eiganda. Við fengum ekki aur úr þeirri sölu. Tómas Þóriddsson nýr eigandi staðsins er sáttur við að nýta nafn og gott orðspor Messans, sem við bygðum með ógreiddrum launum vinnu okkar, en neitar að taka ábyrgð á ógreiddum launum. Ekkert okkar, sem unnum hörðum höndum við að gera Messann að frábærum stað og erum enn að bíða eftir laununum okkar, hefur verið boðin vinna af nýjan eigandanum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

*

code