Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Róttækt bíó, beint frá býli

Nú þegar stjörnulið mannvitsbrekkna af hægrivæng íslenskra stjórnmála vælir enn á ný undan þeim atburðum vetrarins 2008-2009 sem ranglega* hafa verið kenndir við búsáhaldabyltingu — svo ekki sé minnst á hin sígildu og fyrirsjáanlegu viðbrögð kollega þeirra af vinstrivængnum sem keppast réttilega** við að sannfæra alla og engan um að pólitík þeirra sé varðmönnum ríkjandi ástands alls ekkert hættuleg — er ekki úr vegi að benda áhugasömum á sjónarhorn sem allajafna fer ofan garðs og neðan í umfjöllun um þessa sömu atburði: GE9N (borið fram „gegn“) heitir heimildamynd Hauks Más Helgasonar frá 2011 sem sýnir Ísland, eins og Haukur orðar það, „með linsu níumenninganna“ sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi í mótmælum gegn stjórnvöldum þann 8. desember 2008.

Myndina má sjá endurgjaldslaust hér að neðan — og með enskum texta sé smellt hér.

Ge9n from OK EDEN on Vimeo.


* Auðvitað var hvorki um byltingu að ræða, né heldur er rétt að kenna fjölbreytt og marglaga mótmæli vetrarins 2008-2009 við búsáhaldabarning eingöngu.

** Þau sem hafa áhuga á að kynna sér nánar varnarhætti hins hættulausa vinstris geta smellt hér og hlýtt þannig á eina tærustu birtingarmynd slíkra stjórnmála.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *