Skip to content

andrými

andrými er róttækt félagsrými í Reykjavík og miðstöð fyrir grasrótarstarfsemi og róttæka hópa, verkefni og samfélög til að skipuleggja sig. Við erum með opið hús á Bergþórugötu 20 á mánudögum og þriðudögum frá 12:00 til 19:00 / miðviku-, fimmtu- og föstudögum frá 12:00 til 17:00 / og líka óreglulega á öðrum tímum, en auk þess er rýmið opið fyrir fundi, vinnusmiðjur, viðburði, opið eldhús, námskeið, spjöll og partý.

róttækt: breytingar og aðgerðir sem tengjast eða hafa áhrif á grundvallar eðli einhvers í samfélaginu.

andrými er vettvangur fyrir fólk til að koma saman, sýna samstöðu og mynda samfélag. Í Andrými eru haldnir fyrirlestrar, fólk safnast saman til þess að deila þekkingu, ræða málin, hlusta, skipuleggja mótmæli, spila tónlist, segja sögur, elda saman, horfa á kvikmyndir, lesa, eignast vini, dansa og hlæja. Andrými er staður fyrir mótstöðu og baráttu gegn mismunun og kerfisbundinni kúgun. Þar getur folk skapað menningu, menntað hvort annað og skipulagt sig í sameiginlegum baráttum. Rýmið er sjálfskipulagt og ekki rekið í hagnaðarskyni.

andrými tengist ekki neinum stjórnmálaflokkum og hýsir ekki viðburði neinna samtaka sem eru á þeirra vegum.

nánari upplýsingar um liðna og komandi viðburði eru að finna í dagatalinu okkar og á facebook-síðunni okkar.