hvað er andrými?
andrými er í stuttu máli róttækt félagsrými sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. andrými er ætlað að vera vettvangur fyrir alls konar fólk til að skapa menningu, afla sér þekkingar, verða hluti af samfélagi og skipuleggja baráttu sína í þágu réttlætis og frelsis.

hvað gerist í andrými?
fólk eldar saman, kennir hvert öðru, sýnir kvikmyndir og heimildamyndir, skipuleggur mótmæli, spilar tónlist, ræðir stjórnmál, eignast vini, dansar… andrými hýsir einnig andspyrnu, anarkískt bókasafn. andrými sér þó ekki um að skipuleggja viðburði, það kemur í hlut ykkar og annarra.

nánari upplýsingar um liðna og komandi viðburði eru hér og á facebook-síðunni okkar.