Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Ráðstefna anarkískra fræða: Opin og á netinu

Anarchist Studies Network er tengslanet ætlað fólki sem vinna með eitthvað af hinum ýmsu birtingarmyndum anarkisma. Markmið tengslanetsins er að hvetja til anarkískra fræða innan háskólasamfélagsins og að skapa tengsl milli háskólasamfélagsins og aðgerðasinna. Annaðhvert ár skipuleggur ASN ráðstefnu sem venjulega er haldin á Bretlandi.

Þema ráðstefnunnar í ár er „Anarkismi í krísu“ („Anarchy in Crisis“). Er hreyfing anarkista í krísu og hvernig bregðast anarkistar við heimskrísum (hlýnun jarðar, efnahagskreppu, heimsfaraldri, o.s.frv.)?

Vegna covid-19 heimsfaraldursins mun ráðstefnan ekki eiga sér einn samastað í ár heldur hefur hún verið færð á internetið. Þetta þýðir að fleiri geta tekið þátt!

Ráðstefnan er haldin frá miðvikudeginum 2. septermber til föstudagsins 4. september á stafræna miðlinum Hopin. Þú getur séð dagskránna og skráð þig hér.

Skráningargjald er 1£. Þú getur tekið þátt í sumum umræðum eða öllum, alveg eftir eigin höfði. Vinsamlegast takið eftir að tímasetningarnar í dagskránni fara eftir breskum tíma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

*

code