Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Berlín: Viðtal við Liebig34 í miðri baráttu gegn útburði.

Hin andkapítalíska barátta er margþætt. Liebig34, anarkó-hinsegin hústaka í Berlín, er fullkomið dæmi. Í baráttu þeirra gegn vöruvæðingu húsnæðis, kapítalisma og feðraveldinu, hafa þau verið tákn fyrir rótækan hinsegin femínisma í 30 ár. Núna stendur verkefnið frammi fyrir hótun um úrburð. Þegar litið er til alls gildisins og innblástursins sem verkefnið Liebig34 hefur gefið, er ómögulegt að það verði fjarlægt. Liebig34 verður áfram! Þetta viðtal er ætlað til þess að veita innsýn í gífurlegt virði Liebig34 með þeirri von að hvetja til aðgerða og samstöðu.

Hver er upprunalega saga Liebig34, hvað er það og hver eru helstu prinsipp, gildi og markmið verkefnisins? Hvernig hafa stærstu breytingar síðustu 30 ár litið út? Og hvað hefur haldið Liebig lifandi og virku í allan þennan tíma?

Liebig34 var upprunalega tekið yfir 30. júní, 1990, sumarið eftir fall Berlínarmúrsins, þar sem margar byggingar voru skildnar eftir tómar. Húsið er á horni Rigaer Straße, staðsetning sem er sérstaklega þekkt fyrir hústökusögu sína. 1999 varð Liebig34 að rými sem var einungis fyrir konur og lesbíur. Með tímanum og meiri aðlögun sem fylgdi honum varð Liebig34 opnari gagnvart kynsegin og trans fólki. Í dag skilgreinum við verkefnið sem anarka-hinsegin sjálfskipulagt húsnæðisverkefni, sem þrífst án sís-karlmanna, en öll önnur (ei-)kyn eru velkomin. Þannig til að orða það á einfaldari hátt, það var ekkert þol fyrir einhverju TERF (Trans Exclusive Radical Feminism) kjaftæði lengur á heimili okkar! Liebig34 er eitt af fáum húsnæðisverkefnum (þ. hausprojekts, orð yfir löglegar hústökur í Þýskalandi) þar sem sís karlmenn eru ekki yfirgnæfandi í samræðum um vinstri sinnaða rýmið okkar. Þetta er staður fyrir okkur til að valdefla hvort annað með DIY (Do-It-Yourself) hugarfari. Liebig34 er sjálfskipulagt bæði pólitískt og þegar kemur að hagkvæmni, hvort sem það varðar verkefni eða viðhald, og við lærum hvort af öðru með því að eiga í pólitískum samræðum og með því að öðlast nýja færni og kunnáttu. Þú þurftir ekki að vera orðinn hluti af vinstri-senunni í Berlín til þess að geta verið með í samvinnuhópnum, þannig að þrátt fyrir útilokun sís karlmanna frá heimili okkar, má færa rök fyrir því að það hafi verið eitt af opnari húsnæðisverkefnum Berlínar. Það hafa margar kynslóðir búið innan veggja Liebig34, með þúsundir einstaklinga með mismunandi bakgrunn, tungumál og menningu. Mikilvægast af öllu er að Liebig34 hefur verið griðarstaður fyrir fólk sem vill búa fyrir utan takmörk hins karllæga, kapítalíska samfélags. Það er einfaldlega þörfin fyrir álíka rými sem spilar stærstan þátt í því hvers vegna Liebig34 hefur haldist á lífi í öll þessi ár.

Hverjar eru helstu áskoranir sem Liebig34 stóð frammi fyrir í fortíðinni og hverjar eru þær helstu í dag? Sérstaklega í ljósi nýlegrar hótunar um útburð, en líka hvernig hefur COVID-19 haft áhrif á Liebig34 og þá viðburði sem fara fram þar?

Þegar Berlín varð svo gott sem gjaldþrota í efnahagskreppunni 2008 reyndi það að selja húsnæðisverkefnin sem voru eign borgarinnar á þeim tímapunkti og ef íbúarnir gátu ekki keypt sín eigin heimili voru húsin seld fasteignafjárfestum. Fárfestirinn sem átti að selja Liebig34 hét Padovicz, alræmdur eigandi fátækrahverfa í Berlín, og átti hann í kringum 200 byggingar í Friedrischain einni saman. Samningi okkar við hann lauk 31. desember, 2018, og síðan þá höfum við búið við algjöra óvissu, með hótunum um skyndiárásum eða óvæntum útburði hvenær sem er, og við eigum margar erfiðar réttardaga að baki. Vegna stöðugrar viðurvistar lögreglu og hótunar um skyndiárásir og handahófskendar leitir á „hættusvæði“ Rigaer Straße, getur húsið okkar ekki lengur útvegað öruggan stað fyrir fólk að vera á, eiginleiki sem að við vorum stolt að geta haldið við. Við erum ekki lengur með gestaherbergi, sem var eitt af örfáum í samfélagi húsnæðisverkefna í Berlín sem enn stóð opið fyrir þau sem þurftu á að halda. Eins og er vinnum við stanslaust að undirbúningi fyrir útburðardagsetninguna okkar, sem er 9. október.

Því miður höfum við ekki getað haft nein samstöðupartý á barnum okkar síðan COVID-19, sem var meginfjármögnunar leið okkar til að standa straum af lagalegum og kúgunarkostnaði. Við erum nýbyrjuð að vera aftur með kufa (opin eldhús) kvöldverði á corona-öruggan máta í gegnum glugga á barnum okkar. Þetta er mikilvægt fyrir samfélagið okkar, ekki bara til þess að færa fólk saman og útvega heitar máltíðir fyrir þau sem eiga annars ekki efni á þeim, heldur líka sem tækifæri fyrir fólk til að styðja okkur með frjálsum framlögum.

Hvernig hefur útburðurinn birst ykkur? Hvaða barátta fylgir honum? Og hvernig hefur Liebig34 barist á móti honum hingað til?

Útburðardagsetningin er núna 9. október og við erum að vinna þrálátlega og eins og brjálæðingar fram að þeirri dagsetningu. Við munum svo sannarlega ekki falla án þess að berjast á móti! Í augnablikinu eyðum við mestum tíma í að undirbúa útburðar dagsetninguna, og þegar þú ert í þessu lífsbjargarhvatar ástandi skilur það eftr lítið rými fyrir samfélagið að dafna. Við reynum samt sem áður að tryggja að það sé pláss til að styðja hvort annað tilfinningalega og að við getum ennþá komið saman og notið þess að borða, sinna verkefnum og fagna. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta heimili okkar og við viljum halda í eitthvað af þægindum þess á þessum síðustu stundum, hvort sem að það verði af útburði eða ekki.

Í tengslum við hótun um útburð, en líka almennt, hvaða hlutverki gegnir lögreglan og hvernig er Liebig34 að tækla það?

Eins og var stuttlega minnst á hér fyrir ofan, þá var Rigaer Straße gert að „Hættusvæði“ árið 2015, sem gaf lögreglunni mun meira vald gagnvart réttindum fólks á svæðinu þar sem þeir geta handtekið og leitað að fólki að vild. Lögreglan mætir alltaf á Dorfplatz torgið og hangir þar beint fyrir framan húsið okkar, oft í fullum óeirðabúningi, fyrir hvern einasta litla viðburð eða fund. 2019 var „Operation Nordkiez“ sett í gang sem kom fyrir sérstakri deild lögreglu sem eru sjaĺfboðaliðar fyrir álíka „Hættusvæði“. Lögregludeild pólitísks götuofbeldis (The politically Motivated Street Violence Police Unit, PMS) var sent á göturnar til að fylgjast með anarkískum rýmum með leynilögreglu sem hafði eftirlit svæðinu. Þeir njósna stöðugt um samvinnuhópa og einstaklinga, útmála okkur sem róttæka vinstri hryðjuverkamenn, sem er ekkert annað en taktík til að réttlæta ofbeldið sem þeir beita samfélagið okkar.

Hvernig hafa fasistar haft áhrif á Liebig34, sem andfasískt verkefni með alþjóðlegum íbúum?

Í gegnum árið hefur húsið þurft að þola fjölmargar árásartilraunir Nasista til taka yfir húsið, og í hvert einasta sinn sem fasistar halda mótmæli er fjölda hótana beint að Liebig34. Nýlegasta alvarlega tilvikið í Verlín var þegar fasistar og COVID-19 afneitunarsinnar frá öllu Þýsklandi komu saman þann 29. ágúst og um leið og þessi 20.000 manna mótmæli höfðu leysts upp vissum við að við þyrftum að verja húsið. Það kom skemmtilega á óvart hvað mættu mörg úr samfélaginu til þess að styðja okkur á Dorfplatz og við vissum að við værum ekki ein.

Með alla bardagana sem Leibig34 á framundan, fáið þið stuðning frá nærsamfélaginu og hvernig er samband ykkar almennt við það samfélag?

Þó að eitt af fjölmörgum slagorðum sé „Loud and Dirty,“ standa margir úr nærsamfélaginu með okkur og kunna að meta húsið sem tákn andstöðu gegn borgaravæðingu (e. gentrificiation). Við stöndum fyrir meira en samvinnuhóp sem lifir og býr saman, við stöndum fyrir sannri Berlín sem fjárfestar reyna ákaft að hreinsa og skola út fólkinu. Á milli slag Berlínar gegn Google og núverandi slag Berlínar við Amazon, þá hefur Liebig34 verið tákn and-borgaravæðingar síðustu árin. (Við teljum ekki lúxusíbúðakjarna á Rigaer sem hluta af samfélaginu, en augljóslega líkar þeim ekki vel við okkur).

Hvernig er samband Liebig34 við aðrar hústökur í Berlín?

Við segjum gjarnan „Ein barátta, einn slagur“ þegar við tölum um sjálfstæð rými sem eru mörg hver í hættu í Berlín. Þar sem að stofnanir hafa ráðist ítrekað á þessi rými í ár hafa skiptin þegar við komum saman verið gífurlega mikilvæg. Syndikat, Potse, Drugstore, Meuterei, Rigaer 94, DieselA, og Kopi eru einungist nokkur af rýmunum sem annaðhvort hefur verið ráðist á, þau borin út eða hafa verið á mörkum þess að leggjast af á þessu ári. Þó að vissulega séu stundum pólitískir eða persónulegir ágreiningar sem koma upp á milli mismunandi rýma, við vitum öll að sameiginlegur óvinur okkar er Lögreglan og Ríkið, sem vilja að við séum sundruð og að við upplifum okkur ein. Við deilum þessum sameiginlega slag þegar við verjum rýmin okkar.

Aðeins út í stærra samhengi, fyrst að Leibig34 hefur veirð svo virkt í rótækri hinsegin og femíniskri pólitík síðustu 30 árin: hvers vegna eru hinsegin og femínísk barátta svo mikilvæg í baráttunni gegn kapítalisma?

Líkt og mörg okkar vita eru feðraveldið og kapítalismi kúgandi kerfi sem vinna saman til að gera líf kvenna og hinsegin fólks sérstaklega erfitt. Alveg síðan 1990 hefur þetta hús hefur alltaf verið and-kapítalískt, en þörfin fyrir femínísku og hinsegin hlið þess var ákveðið af íbúum þess vegna þess að vinstri sinnuð rými geta hýst kvenfyrirlitningu, hómófóbíu og transfóbíu, og gera það í rauninni oft. Við vitum að Feminismi og Kapítalismi geta ekki verið til saman, alveg sama hversu mikla vinnu popkúltúr leggur í að reyna að sameina þetta tvennt. Alveg sama hvaða hagkerfi ræður ríkjum, verðum við öll sífellt að vinna í því að aflæra kjaftæðið sem feðraveldið, nýlendustefna og önnur menningarleg allræði hafa komið fyrir innra með okkur.

Og í lokin, á þessum erifðu tímum hvernig getur fólk stutt Liebig34 og önnur húsnæðisverkefni? Bæði fólk í Berlín sem og fólk annars staðar frá.

Ef þú ert í Berlín þá munu vera nokkrur mótmæli og nokkrir viðburðir í viðbót fyrir Dag X, og það verða mótmæli um nóttina 9. oktíber og líklega líka daginn eftir. Fylgstu með á blogginu okkar! Ef að þú kemst ekki til Berlínar til að styðja okkur í eigin persónu, haltu baráttu okkar lifandi í hugsunum þínum og í pólitískum samræðum þínum þar sem við vonum að halda þessari hreyfingu áfram alveg sama hversu marga staði þeir reyna að bera út! Stattu upp á móti sexisma, rasisma, hómófóbíu, transfóbíu, etc. í öllum vinstri sinnuðum senum sem þú sækir! „Liebig verður áfram“ snýst ekki einungis um að halda húsinu okkar, heldur um að halda anda pólitískra markmiða okkar og hugmynda lifandi í komandi kynslóðum.

Fylgstu með áframhaldandi baráttu Liebig34!

Liebig34
Liebigstrasse 34, 10247 Berlin
liebig34@riseup.net
https://squ.at/r/4u9p
http://liebig34.blogsport.de
https://defendliebig34.noblogs.org/

*Viðtalið er þýtt úr ensku. Upprunalega viðtal má lesa hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

*

code