Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Video túr og nettónleikar í tengslum við listverkefnið ‘Vestur í bláin’

Síðastliðnar vikur hefur staðið lista- og tónverk við húsvegg Andrýmis. Listaverkið er hluti út fjölþættu listaverkefni um innflytjendur á Íslandi sem kallast Vestur í bláin.
„Verkefnið miðar að því að bjóða upp á rými fyrir alls konar raddir, ólík tungumál og margvíslegar sögur af fólki af fjölbreytilegum uppruna.“ ( https://vesturiblainn.net/ )

Claire og Julius sem sáu um að stýra og byggja upp verkefnið sendu Andrými póst til að láta vita af video túr á alla 8 staðina þar sem listaverk úr verkefninu leyndust, sem og til að bjóða okkur að koma á nettónleika þar sem öll tónverkin verða flutt. Tónleikarnir eiga sér stað þriðjudaginn 20. október á milli 20:00-21:00. Hér má sjá facebookviðburð tónleikanna.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *