Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

öruggara rými

Samstöðuyfirlýsing Andrýmis

Það er ómögulegt að skapa öruggt rými sem er algjörlega laust við hvers kyns form kúgunar. Samstöðuyfirlýsing Andrýmis er gerð til þess að lágmarka kúgandi hegðun, gjörðir og orðræðu innan Andrýmis. Á viðburðum í Andrými eiga einstaklingar að upplifa sig sem velkomna og örugga. Því viljum við hvetja alla til þess að vera virka þátttakendur í því að skapa öruggt andrúmsloft í Andrými þar sem kúgandi hegðun og orðræða eru ekki liðin. Kúgandi gjörðir og málfar á meðal annars um við rasisma, kynjamismunun, gagnkynhneigðrahyggju, síshyggju, fötlunarfordóma, hverskonar misvirðingu og öráreitni gagnvart kynvitund og kyntjáningu, aldri, menntunarstigi og menningarlegum bakgrunni.
Hafið eftirfarandi í huga innan Andrýmis:

  • Það á ávallt að virða tilfinningaleg og líkamleg mörk þín. Eins átt þú að virða mörk annarra. Spurðu áður en þú snertir einhvern, hlustaði á aðra og breyttu framkomu þinni ef þig grunar að þú sért að valda einhverjum óþægindum.
  • Þér er óhætt að biðja fólk um að ræða ekki ákveðna hluti sem gætu komið þér í ójafnvægi eða uppnám. Allir eiga að viðra við viðstadda hvort ákveðið umræðuefni eigi slíkt á hættu áður en það er rætt (t.d. kynferðisofbeldi, kynlífsupplifanir, líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi, árekstur við lögreglu, …)
  • Þú berð ábyrgð á eigin gjörðum. Jafnvel þó ætlunin sé ekki að vera særandi getur það sem við segjum og/eða gerum sært.
  • Allir eiga að virða fornafnið sem þú velur þér. Einnig ætti ekki að gera fyrirfram ráð fyrir kynvitund einhvers, kynhneigð, efnahagi, heilsufari, uppruna, o.s.fr.
  • Virtu þarfir annarra, reynslu þeirra og mismunandi upplifanir.
  • Það er frábært að bjóðast til að hjálpa öðrum. Gættu þess þó að spurja hvort manneskjan vilji þiggja hjálpina áður en þú aðstoðar og sýndu því virðingu ef manneskjan neitar.
  • Séu börn eða dýr á svæðinu hafðu þá augun opin fyrir hlutum sem gæti stefnt þeim eða öðru fólki í hættu.

Vegna þess að við viljum læra af og fræða hvort annað, erum við hvert og eitt ábyrg fyrir því að ávarpa þessi mál, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum. Þessar reglur snúast ekki um ritskoðun heldur snúast þær um að opna samtal sem fer fram á virðingarfullan hátt og getur stuðlað að því að allir aðilar finni fyrir öryggi og frelsi til að taka fullan þátt í því sem gerist innan Andrýmis.
Með því að stíga inn í Andrými og/eða með því að taka þátt í viðburðum innan Andrýmis gengstu við því að fara eftir þessum viðmiðum.
Hér að neðan má sjá dæmi um hvað er hægt að gera í aðstæðum þar sem þessar reglur hafa verið brotnar, t.d. ef einhver veldur þér óþægindum, áreitir þig eða ræðst á þig á einhvern hátt. Það sama á við ef þú sérð slíkt koma fyrir aðra:

  1. Ef þér líður örugg/t/ur og treystir þér til, geturðu opnað á umræðu við viðkomandi aðila um aðstæðurnar. Þá geturðu hafið umræðurnar á að vísa í þessa samstöðuyfirlýsingu. Ef þú vilt getur þú alltaf beðið skipuleggjanda viðburðarins, sjálfboðaliða á vakt eða einhvern annan/aðra/annað sem þú treystir að taka á aðstæðum með þér eða takast á við aðstæður fyrir þína hönd.
  2. Ef þú treystir þér ekki til að tala við einstaklinginn um það áreiti sem á sér stað geturðu talað við sjálfboðaliða á vakt, umsjónarmanneskju viðburðar eða einhvern sem þú veist að tekur þátt í starfinu í Andrými, og beðið þann aðila að koma skilaboðum áleiðis til Aðildarvinnuhóps Andrýmis.
  3. Finnist þér þú ekki geta rætt málið við neinn í augnablikinu getur þú sent tölvupóst á andrymi@andrymi.org með titlinum „Aðildarvinnuhópur“ svo við getum haft samband við þig. Við munum gera okkar besta til að takast á við málið.

Andrými áskipar sér rétt til þess að biðja hvern þann sem brýtur í bága við þessa samstöðuyfirlýsingu að yfirgefa rýmið sé þess krafist. Biðji einhver um hjálp þína, vinsamlegast sýndu samstöðu og hafðu þessa yfirlýsingu í huga.
Við fögnum áframhaldandi samtali um betrumbætur á þessari yfirlýsingu og hvetjum alla til að hafa samband vilji þau bæta einhverju við eða breyta.