Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Róttæki Vetrarháskólinn – Innbyrðing kúgunar: Sálrænar afleiðingar af margþættri mismunun fyrir jaðarsetta hópa

When:
6th February 2018 @ 20:00 – 22:00
2018-02-06T20:00:00+00:00
2018-02-06T22:00:00+00:00

Umsjón: Freyja Haraldsdóttir

Fatlaðar konur, líkt og aðrir jaðarsettir hópar, upplifa misrétti á grundvelli margra þátta, m.a. kyngervis og fötlunar. Misréttið hefur mikil áhrif á tækifæri kvenna til þess að taka þátt í samfélaginu án aðgreiningar og jafnframt á heilsufar þeirra. Í þessari námsstofu verður fjallað um áhrif margþættrar mismununar á andlega heilsu jaðarsettra hópa en stuðst verður við niðurstöður MA rannsóknar Freyju Haraldsdóttur um efnið. Fjallað verður um innbyrðingu fötlunar- og kvenfyrirlitningar og hvaða áhrif fordómar og mismunun hafa á hugmyndir jaðarsetts fólks um sjálft sig. Einnig verða skoðaðar leiðir til þess að vinna kerfisbundið gegn innbyrðingu hverskyns kúgunar og hvernig fatlaðar konur hafa unnið úr sinni reynslu með það að markmiði að taka vald yfir líkama sínum og lífi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

*

code