Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

íslenska

hvað er andrými?
Andrými er í stuttu máli róttækt félagsrými sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. Andrými er miðstöð grasrótarstarfsemi í Reykjavík og vettvangur fyrir alls konar fólk til að koma saman og mynda samfélag, funda, halda viðburði, afla sér þekkingar og skipuleggja baráttu gegn mismunun og kerfisbundinni kúgun. Auk þess býður Andrými þeim sem eiga sér engan griðastað öruggan stað til að vera á yfir daginn. Aekstur Andrýmis byggir alfarið á frjálsum framlögum fólks sem stendur við bakið á slíku rými.

róttækt: um breytingar og aðgerðir sem tengjast eða hafa áhrif á grundvallareðli einhvers í samfélaginu.

 
hvað gerist í andrými?
Í Andrými eru haldnir fyrirlestrar, fólk kemur saman og deilir þekkingu, talar um stjórnmál, segir sögur, drekkur kaffi og skipuleggur réttindabaráttu t.d. í formi mótmæla eða beinna aðgerða. Í Andrými er slappað af, eldað saman, sýndar kvikmyndir og heimildamyndir. Þar er spiluð tónlist og dansað, þar er hlegið og ærslast. Einnig er hægt að koma í Andrými og glugga í bækur úr Andspyrnu, anarkísku bókasafni sem samanstendur af yfir 1000 titlum.
Andrými tengist ekki neinum stjórnmálaflokkum og hýsir ekki viðburði neinna samtaka sem eru á þeirra vegum. Sjá nánar um hvernig skal halda viðburð hér.
nánari upplýsingar um liðna og komandi viðburði eru hér og á facebook-síðunni okkar.