Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

hvað er það?

hvað er Andrými?

Nafnið Andrými merkir m.a. „rými til að anda“ – í Andrými á fólki að líða eins og það geti leitað skjóls, safnast saman, velt hlutum fyrir sér, lært, skipulagt, og tekið þá reynslu með sér þegar það yfirgefur rýmið.

Fyrirbærið Andrými, sem er staðsett á Bergþórugötu 20 í Reykjavík, er róttækt félagsrými eða félagsmiðstöð þar sem hópar, einstaklingar og félagasamtök geta skipulagt fundi og viðburði, að því gefnu að viðburðirnir gangi ekki gegn neinum af grundvallargildum Andrýmis. Eftirfarandi er það sem Andrými hefur upp á að bjóða:

  • Bókun á fundarherbergjum af mismunandi stærð,
  • Bókun á litlum sal til að halda viðburði fyrir 15-40 manns (t.d. námskeið, fyrirlestra, bíósýningar, tónleika, umræðuhópa),
  • Opin eldhúsaðstaða, internet og hjóla- og tréverkstæði,
  • Aðgangur að þvottavél, bókasafni, prentara,
  • Eldhús fólksins (kvöldmatur) annan hvern miðvikudag, sjá nánar í dagatali Andrýmis,