Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

World Vegan Day Pálínuboð // Potluck

When:
1st November 2018 @ 19:00
2018-11-01T19:00:00+00:00
2018-11-01T19:15:00+00:00

// English below //

Pálínuboð til að fagna alþjóðlega vegan dagsins!
klukkan 19:00

1. nóvember ár hvert heldur vegan fólk daginn hátíðlegann um allan heim og við ætlum að sjálfsögðu að fagna með dýrindis vegan mat ♥

Pálínuboð virka þannig að þú kemur með vegan rétt og leggur á hlaðborð, svo fá sér allir smá af því sem þeir vilja. Ef þú ert ekki með eldhústaktana á hreinu þá hafa sumir gripið til þess ráðs að kaupa tilbúinn mat, koma með vegan nammi í skál eða drykki, allir geta tekið þátt.

Vinsamlegast athugið að þessi viðburður er dýrafurðarlaust og öruggt rými fyrir vegan fólk og því mikilvægt að að fólk sem kemur á viðburðinn sé ekki í klæðnaði úr dýraafurðum eða sé með dýraafurðir í matarformi í húsinu rétt á meðan.

Aðgengi:
Andrými er á Bergþórugötu 20.
(Gengið inn vitastígs megin)

Húsið er því miður ekki aðgengilegt fyrir hjólastóla í augnablikinu en það er mikið forgangsatriði hjá okkur að gera fyrstu hæð hússins aðgengilega sem fyrst. Við erum enn að bíða eftir samningi frá borginni sem myndi gera okkur kleift að gera breytingar á byggingunni. Teikningar af húsinu eru komnar til arkítekts sem er að vinna í teikningu af rampi og aðgengilegu klósetti svo við getum sent þær til Minjastofnunar í umsagnarskyldu og svo til borgarinnar.
Það er eitt þrep við hliðið að garðinum og svo fimm þrep sem leiða upp að aðalinngangi. Hvert þrep er 17sm hátt. Breidd dyra í húsinu er á milli 50sm (dyr að baðherberginu á efri hæð) og 80sm (aðaldyrnar). Dyrnar að fundarherberginu eru 75sm á breidd eins og flestar aðrar dyr í húsinu.

Baðherbergin eru einungis á efri hæð og í kjallara eins og er.
Bæði baðherbergin eru kynlaus.

//
Potluck to celebrate World Vegan Day!
At 19:00.

Every year on 1st of November Vegans around the world celebrate the world vegan day, and we will ofcource do so with lovely vegan food ♥

At potlucks you bring a vegan dish and put on the table, everyone than has a little bit of what want to try. If you are without kitchen experience you can buy vegan take away, bring vegan candy in a bowl or drinks, every one can participate and are welcome.

Please note that this event is a cruelty free safe space for vegans and thus important not to show up in clothes made out of animal products or to have any foods made out of animal products in the house while the event takes place.

The event is organised by Samtök Grænmetisæta á Íslandi (The Vegan and Vegetarian Society of Iceland).

Accessibility:
Andrými is at Bergþórugata 20.
(The entrance is by Vitastígur)

The building is currently not wheelchair accessible, unfortunately, but it is our top priority to make it so. An architect is already working on drawing a ramp and making an accessible bathroom in the space.
There is a step before the garden gate and then 5 steps leading to the main entrance, each 17 cm high, door widths in the building vary between 50 cm (upstairs washroom door) and 80 cm (entrance door). The door to the meeting room is 75 cm wide (as most other doors in the building).

The washrooms are so far only on the upper floor and in the basement.
Both washrooms in the building are gender neutral.