Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Róttæki vetrarháskólinn – Heimili án húsnæðis. Ferðir heimilislausra um Reykjavík.c


Talsvert hefur fjölgað í hópi þeirra sem eru heimilislausir í Reykjavík á síðustu misserum. Í erindinu fjallar Finnur G. Olguson um BS-verkefni sitt í landfræði við Háskóla Íslands, sem beindi sjónum að því hvernig heimilislausir tækjust á við aðstæður sínar og hvaða áhrif þær hefðu á ferðir þeirra í borgarlandslaginu, tengsl þeirra við mismunandi staði og daglega rútínu. Í verkefninu var rætt við þrjár manneskjur sem höfðu verið heimilislausar til lengri tíma og byggt á reynslu þeirra og upplifunum. Að auki verður velt upp ýmsum spurningum varðandi viðhorf samfélagsins til heimilisleysis, úrræði sem heimilislausum standa til boða og hvernig hægt sé að bæta þjónustu við þá.
Finnur G. Olguson útskrifaðist úr landfræði frá HÍ vorið 2017 og vinnur nú sem smiður. Hann hefur tvívegis áður flutt erindi við Róttæka sumarháskólann um náttúruvernd og loftslagsbreytingar.
Aðgengi:
Andrými er því miður ekki aðgengilegt hjólastólum eins og er. Unnið er að bættu aðgengi.
Vinsamlegast sendið tölvupóst með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara á andrymi@riseup.net ef óskað er eftir táknmálstúlki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *