Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Borgarbúskapur í þínu nágrenni // Urban farming in your vicinity

When:
26th February 2018 @ 20:00 – 27th February 2018 @ 22:00
2018-02-26T20:00:00+00:00
2018-02-27T22:00:00+00:00

Borgarbúskapur í þínu nágrenni // Urban farming in your vicinity
26. febrúar kl. 20 verða haldin erindi frá ræktendum í áberandi
matjurtagarðagörðum í Reykjavík. Vonandi gagnlegt fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast um skipulag og samvinnu á mismunandi stöðum og eins þá sem vildu taka þátt í núverandi verkefni.
Sérstaklega áhugavert væri að fá þá sem vilja fá innblástur að setja upp matjurtagarða í sínu hverfi. Ræktendur kynna reynslu sína og mögulega smita áhuga til annarra. Kostir þess að rækta grænmeti eru margir persónulega, ferskari og hollari matur, umhverfisvænni framleiðsla, heilbrigð útivera og að vera í samfélagi ræktenda og læra hvert af öðru.
Lilja Sigrún ræktandi í Laugargarði, er mikill hvatamaður innan
íbúatsamtaka Laugardals að auka áhuga á ræktun í hverfinu, en reynslu sína dregur hún fyrri árangursríkum grenndargörðum.
Guðný Rúnarsdóttir ræktandi í Seljagarð hefur prufað að rækta
ýmislegt, skemmtilegast fannst henni að sjá smátómata, kamillu,
sólblóm og gúrku vaxa í garðinum og það að vinna undir beru lofti og fara svo heim með uppskeruna.
Helga Helgadóttir ræktandi í Smálöndum við Stekkjarbakka nýtur
félagsskapsins við nágranna og friðsældarinnar við að rækta grænmeti með útsýn yfir Elliðaárdal.
Staðsetning er róttæka félagsrýmið Andrými við Bergþórugötu 20. Allir eru velkomnir og aðgangur frjáls. Andrými er nýflutt og því er aðgengi enn ábótavant fyrir hjólastóla. Erindin verða á íslensku en spurningar á öðru máli geta verið þýddar.
Vonum að sjá allt áhugafólk um borgarbúskap og ræktun grænmetis og mannlífs. Sigurður Unuson, formaður Seljagarðs er frumkvöðull að þessum fundi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *