Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

viðburðir á næstunni

Sep 30 – Oct 1 · in the The Tin Can Factory · Reykjavík

Raust ! – hausthátíð.

21317957_881371208686403_2720000707125699574_n
Það kraumar og iðar allt í mannssálinni, sköpunargleði og samlyndi er okkur öllum í blóði borið, leyfum trylltum straumum lífsins að flæða um raddbönd okkar.
Raust er róttæk hausthátíð sem fer fram síðustu helgina í September og er haldin af Andrými. Hátíðin verður haldin í The Tin Can Factory í Borgartúni 1 og samanstendur af vinnustofum, mat, tónleikum og samveru.
Við viljum að Raust sé aðgengileg öllum sem langar að taka þátt. Það þýðir meðal annars að til staðar verður barnvænt svæði, aðgengi fyrir hjólastóla er tryggt og hátíðin er byggir á frjálsum framlögum. (Ef þú hefur ábendingar varðandi aðgengi ekki hika við að hafa samband!)
Hér má lesa nánari útlistingu á dagskránni:
Laugardagurinn 30. september:
12:00 – 19:00 Vinnustofur og umræðuhringir. Nokkur dæmi:
– Druslur og ólátabelgir, róttækar fjöldahreyfingar á Íslandi.
– Rektu yfirmanninn þinn, grunndvallarréttindi á vinnustað.
– Hvernig á að vera bandamaður (e. ally) minnihlutahópa?
– Hefjum raust okkar – lög uppreisnar
– Lært af mistökunum, áhættustjórnun í kringum pólitískar aðgerðir.
– Raunveruleg skref í átt að samstöðu með flóttafólki.
– Allt sem þig langaði að vita um kynlífsvinnu (nema nei).
*Lýsingar á vinnustofum og tímaröð mun birtast á næstu dögum.
19:00 Sameiginlegur kvöldmatur eldaður.
22:00 – 01:00 Tónleikar: Captain Syrup, Dead Herring, Korter í flog o.fl.
Sunnudagurinn 1. október:***
12:00 – 18:00 Kynning og þjálfun með virkum meðlimi CIRCA (Clandestine Insurrectional Clown Army). ATH nánari upplýsingar um framhaldsnámskeið umu birtast bráðlega.
18:00 Kvöldverður eldaður
21:00 Tónleikar
*** Fyrir CIRCA vinnustofuna þarf að gera boð á undan sér með tölvupósti á andrymi@andrymi.org Framhald af þessari vinnustofu verður haldið á þriðjudeginum.
(Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á tjill svæðið, í kvöldmat og á tónleika, vinnustofa eður ei!)
Fyrir utan aðalrýmið þar sem vinnustofurnar og tónleikarnir fara fram verða minni rými þar sem hægt verður að slaka á, drekka kaffi, spjalla, hlusta á tónlist eða flétta í bókum úr Andspyrnu bókasafni. Krakkasvæði verður opið yfir hátíðina og ykkur er velkomið að koma með hjólin ykkar og fiffa þau fyrir veturinn, en á staðnum verður lítil hjólreiðastöð með helstu verkfærum ásamt fólki sem getur sagt ykkur til ef þess þarf með.
Samvera og samstaða gera okkur kleift að skapa samfélög sem byggja á samvinnu í stað samkeppni, samfélög þar sem við deilum þekkingu og auðlindum frekar en að arðræna hvort annað í gróðaskyni. Í slíkum samfélögum er ekki pláss fyrir neinskonar útilokun byggða á hatri og fordómum.
Hefjum upp raust okkar og köllum á hvort annað að mætast í efnislegu og hugmyndafræðilegu rými þar sem nýir heimar byrja að spýra, þrátt fyrir haustkula.

 
Miðvikudagar

Alla miðvikudaga frá kl. 18 er opið eldhús í Andrými, þar sem saman koma Íslendingar, erlendir íbúar landsins, lágtekjuverkafólk, ferðamenn og hælisleitendur. Opnu eldhúskvöldin eru vettvangur fyrir félagslega og markvissa samveru. Þau hafa notið mikilla vinsælda og eru sótt af fjölmörgum fastagestum sem og nýjum andlitum vikulega. Á þessum kvöldum fer einnig fram fjáröflun fyrir kostnaðinum við daglegan rekstur Andrýmis, með söfnun frjálsra framlaga.
 
Föstudagur 16 júni, kl 19:30

Fokk the Glock undirbúningsfundur í Andrými

Andrými verður opið á föstudagskvöld til þess að undirbúa mótmælin sem Jæja hefur boðað til á Austurvelli á laugardagsmorgun. Vígbúnaði íslensku lögreglunnar verður þar harðlega mótmælt.
https://www.facebook.com/events/1900011770250160/

19145862_835333236623534_4136909217130470781_nÁ svæðinu verður efniviður til skiltagerðar en einnig viljum við skapa rými fyrir umræður og vangaveltur um friðsamlegar aðgerðir sem hægt væri að beita til að draga fram hvort tveggja hina grátbroslegu absúrd hlið málsins (byssur og regnbogar 🙂 ) og þá háalvarlegu staðreynd að ríkisstjórnin vilji vopnvæða lögregluna til að vernda landann frá „miklum fjölda erlendra borgara, bæði þei[m] sem starfa hér og dvelja hér, ferðamenn, hælisleitendur og svo framvegis.“ ( http://stundin.is/frett/aukinn-fjoldi-erlendra-borgara-kalli-aukinn-vopnaburd/ )
Tilvalið að hittast og rækta aðeins þetta „úr sér gengna og öfugsnúna afsprengi þeirrar hugmyndar kommúnista og anarkista á síðustu öld“ sem gagnsæi og opin umræða um lögregluna og viðbúnað hennar er. ( http://stundin.is/frett/pall-magnusson-leyfum-logreglunni-ad-vinna-sin-storf-i-faglegum-fridi/ )
Sjáumst í Andrými og Austurvelli, Fokk the Glock!
Föstudagur 23 júni, frá 18 til 20.19105581_835654486591409_1230617723946014709_n
Andrými is having a swap exchange! Bring your unwanted clothes, books and things and let them go to shiny futures in new hands and homes.
Even if you don’t have anything to swap, please come and help yourself to donated items for free, help reduce landfill, drink tea with us and relax with a book from our anarchist library. And if you feel like throwing some króna into our rent fund for a new activist social centre in Reykjavík, we’ll have a donation box too!
 

Fjáröflunarviðburðir
1
Dansand(i)rými
hórmónar, dauðyflin og rythmatík koma saman á húrra og spila fyrir andrými í reykjavík.
leið á andleysi, nóg af kjaftæði, líkamar iða vegna útbrota óréttlætis og útilokunar,
hristum þetta af okkur, öskrum þetta af okkur, dönsum þetta af okkur.
allur ágóði af tónleikunum rennur til Andrýmis, róttæks félagsrýmis í reykjavík, svitnandi, (eld)móð og másandi blásum við lífi í rými til athafna, rými til að sköpunar;
miðaverð er 1500 krónur, tónleikar hefjast 22:00.

Næsti fjáröflunarviðburður verður auglýstur síðar!
Fyrri viðburðir
Við höfum verið svo heppin að fá að hýsa og aðstoða við framkvæmd fjölbreytilegra viðburða. Hér eru nokkur dæmi:

  • fyrirlestrar og umræður, t.d. um tæknimál, erlend stjórnmál, sjálfbærar byggingalausnir og sjálfbæran búskap
  • sýningar á pólitískum kvikmyndum/heimildamyndum um viðfangsefni á borð við kynjatvíhyggju, róttæka vistfræði, pólitíska andspyrnu víða um heim, sögu o.fl.
  • vinnusmiðjur þar sem þátttakendur deila kunnáttu og færni hver með öðrum (skill sharing)
  • vinnusmiðjur um kynjapólitík
  • fundir og vinnusmiðjur ýmissa pólitískra aktívistahópa
  • fjáröflun til stuðnings ýmsum málefnum og baráttu fjölbreytilegra hópa
  • tónlist og dans