Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

calendar

Mar
3
Tue
Stuðningshópur hinsegin kvenna – Supportgroup for lesbians @ Samtökin 78
Mar 3 @ 19:00 – 20:30

Stuðningshópur fyrir konur sem laðast að öðrum konum á aldrinum 18+, fyrsta þriðjudag í mánuði. Stuðningshópurinn er leiddur af Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur og Guðrúnu Häsler, ráðgjöfum Samtakanna ’78.

Allar áhugasamar velkomnar, fyrir frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofu Samtakanna. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla, P merkt stæði er í bílastæðahúsi Ráðhússins ská á móti.
—-
Support group for women attracted to other women, aged 18+, first Tuesday of every month. The support group is lead by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttur and Guðrún Häsler, counselors of Samtökin ’78.

Everyone is welcome, for further info contact the office of Samtökin ’78. Good access for wheelchairs, P marked parking space is at the City Hall’s parking lot.

Mar
5
Thu
Opið hús S78 – Open house S78 @ Samtökin 78
Mar 5 @ 20:00 – 22:00

Opin hús Samtakanna ’78 eru alla fimmtudaga kl. 20-22. Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin!

//
The open houses at Samtökin ’78 are all Thursdays from 8 PM to 10 PM. Everybody is welcome!

Mar
6
Fri
Femínísk sjálfsvörn – Feminist self-defence @ Háskóli Íslands
Mar 6 @ 19:00 – 20:30

***English below***

Föstudaginn 17. janúar 2020 kl 19:00 verður fyrsta æfing annarinnar í femínískri sálfsvörn haldin í íþróttasal Háskóla Íslands.

Salurinn er aðgengilegur hjólastólum.

Allar konur velkomnar sem og allt trans fólk (skráning í H.Í. er ekki skilyrði).

Æfingarnar eru lokaðar sís-karlmönnum.*
(*Sís-karlmaður er karl sem var úthlutað kyninu “strákur” við fæðingu, upplifir sig sem slíkan og er sáttur við það.)

UM ÆFIGNARNAR:
Femíníska sjálfsvörnin sem verður æfð er í anda Seito Boei aðferðarinnar og felur í sér líkamlega, munnlega, sálræna og tilfinningalega sjálfsvörn.
Æfingahópurinn hittist á hverjum föstudegi.
Annan hvern föstudag hittist æfingarhópurinn í íþróttahúsinu og æfir líkamlega sjálfsvörn. Föstudagana þar á milli hittist hópurinn í stofu O-105 (Oddi) á háskólasvæðinu og æfir munnlega, sálræna og tilfinningalega sjálfsvörn.

AÐGENGI Í O-105:
Í dyrunum er 3cm kantur. Dyrnar eru 84cm á breidd.
148m eru á næsta aðgengilega klósett í Gimli byggingu. Það er á sömu hæð og gott aðgengi þangað fyrir utan að það er leiðinlega langt.

AÐGENGI Í ÍÞRÓTTAHÚSI:
Enginn klefi fyrir einstaklinga sem vilja frekar nota nonbinary búningsklefa/sturtur. Þó eru ókynjamerkt klósett á efri hæðinni, en þangað er engin lyfta, einungis stigi.
Íþróttasalurinn sjálfur er á jarðhæð.

UM FEMÍNÍSKA SJÁLFSVÖRN:
Femínísk sjálfsvörn sker sig frá ‘venjulegum’ námskeiðum í sjálfsvörn að því leyti að hún fylgir ákveðnum femínískum gildum og markmið hennar mótast út frá þeim. Meðal markmiða femínískrar sjálfsvarnar er að:
– Hugsa gagnrýnt um og afbyggja félagsmótun kyns og stigveldi þess
-Efla samstöðu og styðja við þolendur/varnarfólk sem vilja byrja eða halda áfram með bataferli.
– Auka þekkingu á mismunandi birtingarmyndum ofbeldis, m.a. til að auðveldara sé að koma auga á það, tala um það og berjast gegn því.
-Þróa einstaklingsbundnar og hópatengdar aðferðir sem eru skilvirkar í að koma í veg fyrir ofbeldi.

Áhugasöm eru hvött til að koma með boxhanska og púða/padda á líkamlegu æfingarnar. En það er ekki skilyrði.

Fyrir frekari upplýsingar sjá Slagtog á facebook eða sendið tölvupóst á slagtog@gmail.com

***
OPEN TRAININGS IN FEMINIST SELF-DEFENSE AT THE UNIVERSITY CAMPUS

Friday 17th of january 2020, the first training of feminist self-defense will be held at the university sports hall at 19:00.

The sports hall is accessible for wheelchairs.
//MORE EXACT INFO ON ACCESSIBILITY COMING THURSDAY 16th OF JANUARY//

All women and trans people are welcome (you don’t have to be a student at the University).
Cisgendered men are asked to keep out.*
(*A cis gendered man is someone who identifies as a man, and was assigned male at birth).

ABOUT THE TRAININGS:
The feminist self-defense method which will be followed is called Seito Boei. It includes physical, verbal, psychological and emotional self-defense.
The training group will be meeting every friday.
There will be physical trainings at the sportshall every second friday. The other fridays the group meets in a safer space to train verbal, psychological and emotional self-defense.

SOME GOALS OF THESE FEMINIST SELF-DEFENSE TRAININGS:
Provide each other with more options to choose from when using self-defense, by sharing a diverse range of strategies successfully used by people in real life situations.
Support victims/survivors/defenders to overcome isolation after assault and begin to heal
Expand our notions of what “successful self-defense” is and help each other appreciate all of the ways we keep ourselves safe.
Keep braking the stigma + myths around sexual and gender based assault/abuse so that we can talk about it, take action, and overcome it.

Those interested are encouraged to bring along pads and boxing gloves to the physical trainings. But it is not an obligation.

More information:’Slagtog’ on facebook or e-mail to slagtog@gmail.com

Mar
7
Sat
Bleikþvottur – Er allur sýnileiki af hinu góða?
Mar 7 @ 12:30 – 13:30

HALDIÐ AF: SAMTÖKUNUM 78

HVAR?/WHERE?: Norræna húsinu/Nordic house, Sæmundargata 11, 101 Reykjavík

Á undanförnum árum hefur mikil umræða átt sér stað innan hinsegin samfélagsins um hugtakið bleikþvott og margir velt vöngum yfir því hvort allur sýnileiki sé af hinu góða. Í tilefni þessa bjóða Samtökin ’78 til pallborðsumræðu um bleikþvott þar sem málefnið verður krufið til mergjar.

Vinsamlegast athugið að viðburðurinn fer fram á íslensku, ensku og íslensku táknmáli. Aðgengi er fyrir hjólastóla. Viðburðurinn er hluti af opinni dagskrá aðalfundarhelgarinnar og því ekki nauðsynlegt að vera félagi til að taka þátt.

In recent years, the concept of pinkwashing has been up for debate in the Icelandic queer community. Samtökin ’78 invites you to an open panel to discuss the topic as part of our Annual General Meeting.

Please note that the event is in Icelandic, English and Icelandic Sign language. The space is wheelchair accessible. The event is part of the open program of the Annual General Meeting, and therefore it is not necessary to be a member to attend.

Hinsegin fólk og heimilisofbeldi – Queer people and domestic violence @ Norræna húsið
Mar 7 @ 13:30 – 14:30

HVAR?/WHERE?: Norræna húsið/Nordic house

Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í hinsegin og jafnréttismálum á mannréttinda-og lýðræðisskrifstofu, kynnir samstarfsverkefnið Saman gegn ofbeldi frá árinu 2018 og framhaldið af því verkefni, en það er fyrsta og eina sinnar tegundar á Íslandi.

Saman gegn ofbeldi verkefnið þjónaði því hlutverki að kortleggja heimilisofbeldi gegn hinsegin fólki og hvernig betur mætti þjónusta þann hóp.

Vinsamlegast athugið að viðburðurinn fer fram á íslensku, ensku og íslensku táknmáli. Aðgengi er fyrir hjólastóla. Viðburðurinn er hluti af opinni dagskrá aðalfundarhelgarinnar og því ekki nauðsynlegt að vera félagi til að taka þátt.

Svandís Anna Sigurðardóttir, LGBTQ+ and Equality Advisor, presents the project Together against Violence, the only of its kind in Iceland.

Together against Violence (2018) is a project by Reykjavíkurborg and the Icelandic Police, which details the problem and possible solutions to domestic violence faced by queer people in Iceland.

Please note that the event is in Icelandic, English and Icelandic Sign language. The space is wheelchair accessible. The event is part of the open program of the Annual General Meeting, and therefore it is not necessary to be a member to attend.

Rauða Regnhlíf styrktar tónleika / Rauða Regnhlíf fundraising concert
Mar 7 @ 18:00 – 23:00

Styrktar tónleika / Fundraising concert

More details will follow

Mar
9
Mon
City workers strike support meeting
Mar 9 @ 13:00 – 15:00

City workers get together to talk about the strike, state of negotiations and possible direct action

Mar
10
Tue
Stuðningshópur trans kvenna – support group for trans women @ Samtökin 78
Mar 10 @ 19:30 – 21:00

Stuðningshópur fyrir trans konur, 18 ára og eldri, annan þriðjudag í mánuði. Stuðningshópurinn er leiddur af Sigríði Birnu Valsdóttur og Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttir, ráðgjafa Samtakanna ’78.

Allar velkomnar, fyrir frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofu Samtakanna í gegnum skrifstofa@samtokin78.is.

Support group for trans women, aged 18 and older. The support group is lead by Sigríður Birna Valsdóttir og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, counselors of Samtökin ’78.

Everyone is welcome, for further info contact the office of Samtökin ’78 via skrifstofa@samtokin78.is

Mar
12
Thu
Liggur svarið í náttúrunni?
Mar 12 @ 15:00 – 18:30

SKIPULAGT AF: Landssamtökin Geðhjálp

HVAR? Íslensk erfðagreining, 

Liggur svarið í náttúrunni?

Framsaga og umræður um mögulega framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu – haldið í sal Íslenskrar Erfðagreiningar í Vatnsmýri fimmtudaginn 12. mars nk. Frá kl. 15:00 til 18:30.

Frummælandi er dr. Robin Carhart-Harris forstöðumaður rannsóknarseturs um vitundarvíkkandi efni hjá Imperial College í London. Robin hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við háskólann. Eftir hann hafa birst á 6. tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir.

Auk Robin munu innlendir fagaðilar halda erindi auk þess sem notendur lýsa reynslu sinni. Í lokin sitja þátttakendur í pallborði þar sem málþingsgestir geta spurt spurninga. Endanleg dagskrá liggur fyrir í byrjun febrúar og verður kynnt hér á viðburðinum og í fjölmiðlum.

Monthly Happiness Get Together Group / Mánaðarlegur hamingjuhittingur
Mar 12 @ 18:00 – 20:00

A monthly group get together to discuss and work on increasing personal and community happiness.

Free admittance. Anyone interested welcome. Icelandic and English language accommodated.