We are one year old!

We are andrými, a one-year old radical social centre and collective. We are a non-commercial place for all kinds of people to make culture, educate themselves, find community and organise their fights for justice and freedom.
We want to do more. We aim for a bigger a space in Reykjavík that works as an urban commons: a non-commercial place for lots of different grassroots, activist and social justice groups to participate in. 
We are urgently looking for new premises to move to, and we need your help to find and raise funds for an affordable, rentable space in this city! Do you know of a space we could use?
To see what we’re doing, please come along to one of our open kitchens, every Wednesday kl 18 til 22 at Klapparstígur 19 bakhús.

Við erum eins árs!

Í vikunni fögnuðum við eins árs afmæli!
Við fögnuðum líka 1.maí og dreifðum þessum skilaboðum þar:
Við erum Andrými, eins árs gamalt róttækt félagsrými sem vinnur í andstöðu við gróðasjónarmið. Í Andrými kemur saman fólk úr ólíkum áttum og skapar menningu, deilir þekkingu, upplifir samfélag og skipuleggur baráttuna fyrir réttlæti og frelsi.
Við viljum gera meira. Við stefnum að opnun stærra rýmis í Reykjavík: sameign þar sem ólíkir grasrótarhópar og aktívistar mætast, finna snertifleti á sínum baráttumálum og upplifa samstöðu. 
Við erum í brýnni húsnæðisleit sem stendur og þurfum á þinni hjálp að halda til að afla fjár fyrir leiguhúsnæði í Reykjavík. Veist þú um rými sem gæti hentað okkur?
Á hverju miðvikudagskvöldi, frá kl. 18 til 22, stöndum við fyrir sameiginlegri eldamennsku og borðhaldi að Klapparstíg 19 (bakhús). Allir sem hafa áhuga á að kynna sér okkar starf betur eru hjartanlega velkomnir þangað! Á heimasíðunni okkar, andrymi.org, er einnig að finna frekari upplýsingar um okkur, hvað við stöndum fyrir og hvað við gerum.