Bergþórugata 20, 101, Reykjavik andrymi@riseup.net

Ný herferð frá Tabú – feminískri fötlunarhreyfingu

Þann 24. ágúst hófu Tabú – femínísk fötlunarhreyfing herferð á samfélagsmiðlum gegn ofbeldi sem fatlað fólk er beitt. Hér eru þeirra eigin orð um herferðina:

Ofbeldi gegn fötluðu fólki er staðreynd. Það er ofið inn í menningu og kerfi okkar, það er margslungið og algengt. Fatlað fólk á rétt á lífi án ofbeldis, án undantekninga, afsakana og þolendaskömmunar.

Tabú – feminísk fötlunarhreyfing stendur nú fyrir herferð til að minna á friðhelgi, sjálfsákvörðunarrétt, styrk og mannlega reisn fatlaðs fólks.

Við viljum minna á að fatlað fólk er margbreytilegur hópur og sumir tilheyra fleiri en einum minnihlutahópi. Það þýðir að ofbeldið getur birst öðruvísi í okkar lífi og gerendahópurinn er ekki alltaf sá sami.

Myndirnar eru hannaðar af Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur, með tilvitnunum í Tabú systur.

Hér að neðan má sjá allar myndirnar sem búið er að birta frá 24. ágúst.  Fyrir þau sem eru á samfélagsmiðlum mælum við með því að fólk fylgi Tabú á Instagram (@tabufem), Facebook og/eða Twitter (@tabufem). Einnig heldur Tabú út glæsilegri heimasíðu (www.tabu.is) þar sem finna má mikið af skrifum Tabú kvenna, viðtöl, þýddar greinar og yfirlýsingar svo fátt eitt sé nefnt. Líkt og segir á heimasíðu Tabú er „Tabú leitt af fötluðu fólki fyrir fatlað fólk og rekið án fjárhagslegs ágóðasjónarmiðs. Við leitum eftir langtímastuðningi þínum með endurteknum millifærslum sem auðvelt er að stilla í heimabanka. Veldu upphæð að eigin vali og millifærðu mánaðarlega inn á reikning Tabú
nr. 545-14-2820, kt. 710707-0570.“ Sjá nánar hér.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Ég á rétt á vernd gegn ofbeldi og áreiti. Félög og stofnanir sem vernda þolendur ofbeldis eiga líka að hlúa að mér. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Þó ég þurfi aðstoð við að fara í sturtu veitir það ekki rétt til að beita mig ofbeldi. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Ódæmigerð hegðun mín réttlætir ekki að á mig sé ráðist. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Þó ég tjái mig ekki með orðum, á ég rétt á að á mig sé hlustað og að mörk mín séu virt. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Þó ég þurfi aðstoð við að stýra hjólastólnum mínum má ekki færa hann án míns samþykkis. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Ég hef rétt á því að hafna læknismeðferð þó ég þurfi stuðning til þess að taka ákvarðanir. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Þó að fötlun mín sjáist ekki er hún raunveruleg. Ég á rétt á því að mér sé trúað. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Þó ég noti ekki orð til að setja öðrum mörk þá á að gera allt til að skilja mig, vilja minn og óskir. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Ég á rétt á að mörk mín séu virt í sjúkraþjálfun. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Myndlýsing: Á myndinni er hringur og inn í honum stendur stórum stöfum: Ofbeldi gagnvart mér er jafn alvarlegt og gegn ófatlaðri manneskju. Öryggi mitt er mikils virði. Efst á myndinni stendur í smærra letri Tabú – femínísk fötlunarhreyfing. Neðst á myndinni stendur Fatlað fólk á rétt á vernd gegn ofbeldi í smærra letri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

*

code