Skip to content

hugsjón?

Tilgangur Andrýmis er að útvega rými fyrir grasrótarhreyfingar og frjáls félagasamtök til að skipuleggja sig og halda viðburði, auk þess að bjóða þeim, sem engan griðastað hafa, öruggt rými – þá sérstaklega flóttafólki. Með sjálfstæðri starfsemi sinni og skipulagningu greiðir Andrými leið fyrir baráttu frelsi, valdeflingu og gagnkvæmri hjálp af öllum toga á milli einstaklinga.

 

Andrými viðurkennir samtvinnun mismununar (e. intersectionality) og vinnur samkvæmt því gegn hverskonar kúgun í samfélaginu. Einnig leitast það við að efla samfélagsleg gildi byggð á umburðarlyndi, jafnrétti, sköpunargáfu, tengingu við náttúruna, gagnrýnni hugsun og sjálfstæðum vinnubrögðum, frelsi og samfélagslegu réttlæti. Sem samfélag bjóðum við sérstaklega velkomin og styðjum við einstaklinga sem fara á móti straumnum (e. non-conformist) eða tilheyra minnihlutahópum svo sem innflytjendum, flóttafólki, hinsegin og kynsegin aðilum, konum, people of colour, öryrkja, láglauna fólk, ungmenni o.s.fr.

 13403282_638346986322161_809712004520317618_o

 

Um leið miðar Andrými að því að grafa undan forgangsröðun stigveldis, auðæfa, mikilvægi samfélagsstöðu og hefðbundinna samfélagshlutverka, sem og að útvega stað fyrir þá sem vilja berjast gegn þeim samfélagslegu meinum sem eiga rætur sínar að rekja til slíkrara forgangsröðunnar. Í grundvallaratriðum er Andrými stofnun sem stendur gegn útskúfun (e. alienation) með því að byggja samfélag og menningu á ofantöldum gildum.

Hérumbil allir pólitískir flokkar kveðast deila að minnsta kosti einhverjum markmiða Andrýmis. Hinsvegar bendlar Andrými sig ekki við flokkapólitík – það eru gnægð rýma og úrræða fyrir slíka starfsami. Andrými græðir ekki peninga og leggst alfarið gegn þeim sem tilbiðja peninga eða nota þá til þess að drottna yfir öðru fólki. Í Andrými byggir á hugmyndafræði um sjálfs skipulagningu (e. self organasing) og því eru þau sem koma í Andrými ekki einungis hvött til að gera hlutina sjálf, heldur líka til þess að gera hlutina saman. Við bjóðum alla þá velkomna sem deila þessum gildum og markmiðum.