undanfarið ár hefur andrými vaxið upp úr hugmynd og orðið að raunverulegum stað sem fleiri hundruð manns hafa sótt. tími er kominn til að flytja í stærra húsnæði og mun það gerast 1. nóvember 2017 þegar andrými flytur á aðra hæð í iðnó. þar verður opið fimm daga í viku í staðinn fyrir aðeins eitt kvöld á viku líkt og hefur verið síðasta árið. með því að hafa opið frá sunnudegi til fimmtudags og vera í mun stærra rými en verið hefur og vonum við að andrými verði sýnilegri og aðgengilegri staður fyrir vikið.

_6001517modified

það er eðlilegt að andrými þurfi rúmgott og aðgengilegt húsnæði, bæði til að halda við og bæta þá starfsemi sem nú fer fram í rýminu, en einnig til að auka nærveru, sýnileika og virkni í samfélaginu. ætlunin er að hafa fasta opnunartíma með starfsfólki sem vinnur ýmist sjálfboðastarf eða launað starf, og skapa þannig öruggt og aðgengilegt rými þar sem öll sem tilbúin eru að hafna hverskonar útskúfun eru velkomin. sérstök áhersla er lögð á að hvetja innflytjendur og flóttafólk til þátttöku í rýminu þar sem þessir hópar eru oft sérstaklega einangraðir í íslensku samfélagi.

einn aðaltilgangur andrýmis er að veita grasrótarfélögum, einstaklingum og félagasamtökum aðgang að ókeypis rými til að halda viðburði sem samræmast gildum okkar. í því felst líka að geta gert ýmis úrræði aðgengilegri fyrir fólk sem á þurfa að halda. til dæmis með því að veita og viðhalda aðgangi að tölvum, interneti, skjávörpum, myndavélum og útvega prentaðstöðu. fríbúðir og skiptimarkaðir þar sem fólk getur deilt nýtilegum hlutum sem það þarf ekki sjálft á að halda lengur hafa nú þegar átt sér stað í andrými og munu halda áfram að skjóta upp kollinum í nýju rými.